21.5.2008 | 18:48
Ís, ís, ís
Góðan daginn!
í dag tókum við daginn snemma og mættum (flestar) klukkan átta. Silja og Heba byrjuðu á því að skokka niður í sjoppu til þess að kaupa ísbox á meðan Viðja og Maggi afþýddu jarðarberin og biðu eftir Gunnþóru. Svo fórum við inní sal og byrjuðum að búa til ísinn mað hjálp Jón Péturs og flótandi niturs. Salan á ísnum fór fram úr okkar björtustu vonum svo að við ákváðum að kaupa meiri ísblöndu og selja ísinn aftur í hádeginu.
Við skiptum liði og Silja og Heba fóru og keyptu ísblönduna og ísbox á meðan Gunnþóra, Maggi og Viðja fóru og sóttu meira nitur. Salan í hádeginu gekk ekki alveg eins vel og fyrri salan og þurftum við að gefa afslátt og selja ísinn á 100 kr. Samt sem áður kláraðist ísinn og allir voru sammála um að hann hafi verið mjög góður.
Við töldum peningana og niðurstaðan var sú að við höfðum safnað hvorki meira né minna en 21.160 krónum. Þegar búið var að reikna út hvað við höfðum borgað mikið fyrir hráefnið kom svo í ljós að við fengum um það bil 6.000 krónur í gróða.
Planið fyrir morgundaginn er svo að fara og skoða vetnisbíl og spyrja eigandann nokkura vel valinna spurninga þar sem áhersla verður lögð á hvernig bílarnir virka og hvernig hægt sé að nýta vetni betur í framtíðinni.
Niðurstaða: frábær dagur í lífi Vísindacrewsins og við lítum björtum augum á framhaldið!
Kossar og knús
Vísindacrewið
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hæ, stelpur.
Þetta er flott hjá ykkur, ég er stolt af því hvað þið eruð sjáfstæðar og hugmyndaríkar - sé ykkur fyrir mér sem stórkostlega vísindamenn að taka á móti Nóbelsverðlaununum í efnafræði eftir 10 ár.........hver veit!
Gangi ykkur vel.
Kv.,
Eygló
Eygló (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.