Fréttir um framvindu verkefnisins :)

Jæja flott fólk :)

Viðja og Silja hér með ykkur fyrir framan skjáinn á þriðjudagsmorgninum. Sólin skín og veðrið er alveg brilljant. Í dag tókum við daginn snemma og mættum hér um 8 leytið, við framkvæmdum tilraun þar  sem við létum soðið egg sogast ofan í suðuflösku úr gleri með því að setja brennandi blað ofaní flöskuna. Eins og flestir vita klárast þá allt súrefni í flöskunni við brunann og þá myndast þrýstingur sem sogar eggið ofan í flöskuna. Eftir síendurteknar tilraunir tókst þetta ( eins og gerist oft í vísindum), en við gáfumst sko ekki upp! Loksins þegar þetta tókst vorum við svo ánægðar með árangurinn að við hlupum um skólann eins og villtir apar. Fórum upp á kennarastofu og sýndum Kristjáni Ingasyni árangurinn, hann var að sjálfsögðu ofboðslega stoltur af okkur :)

Næst á dagskrá hjá okkur er Hot ice tilraunin, sem við munum segja ykkur frá síðar. Og á morgun munum við framkvæma ístilraun þar sem við búum til gæðaís með fljótandi nitri, ísinn verður með nammi og öllum pakkanum. Svo ég hvet starfsmenn og nemendur Réttarholtsskóla til að koma með 200 krónur á morgun, miðvikudag, og kaupa sér ís til dægrastyttinga. Síðar í dag munum við leggja í stórkostlega ferð með Magnúsi Júl félaga okkar og leiðbeinanda og sækja niturkút til að setja nitrið í, kaupa bragðgott sælgæti og ísblöndu í ísbúðinni ;)

Við vonum að sjálfsögðu að verkefnið haldi áfram að ganga vel og þið haldið áfram að fylgjast með okkar elskulegu síðu sem við elskum svo heitt :*

Kossar og knús,

Viðja og Silja

Heba og Gunnþóra eru nú að vinna við klippingu myndbands okkar ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara og Laufey

hææ stelpur:D

flott blogg.. gengur bara vel

ísinn var massífur:D fékk mér tvisvar ;)

kv.
Sara<33

Sara og Laufey, 21.5.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband